Stærsta stjarna Tékka með á morgun

Úr leik Tékklands og Íslands á föstudaginn.
Úr leik Tékklands og Íslands á föstudaginn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Adam Karabec, bráðefnilegur miðjumaður tékkneska U21-árs landsliðsins í knattspyrnu, hefur jafnað sig á smávægilegum meiðslum og verður með gegn því íslenska í síðari leik liðanna í Ceské Budovojice í Tékklandi í umspili um laust sæti á EM 2023 á morgun.

Frá þessu er greint á Fótbolta.net, þar sem vitnað er í fjölmiðlafulltrúa tékkneska liðsins, sem sagði að allir leikmenn Tékklands væru heilir heilsu fyrir leikinn á morgun.

Karabec ferðaðist með tékkneska liðinu til Íslands í síðustu viku en var ekki í leikmannahópnum í leiknum á Víkingsvelli á föstudag vegna smávægilegra meiðsla.

Hann er aðeins 19 ára gamall sóknartengiliður sem miklar vonir eru bundnar við í Tékklandi og hefur þrátt fyrir ungan aldur leikið 67 leiki í tékknesku úrvalsdeildinni fyrir Sparta Prag, þar sem hann hefur skorað sjö mörk og lagt upp önnur fimm.

Þá hefur Karabec leikið fjölda Evrópuleikja fyrir Sparta og á að baki 13 landsleiki fyrir U21-árs landsliðið. Þar hefur hann skorað fjögur mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert