Svarar Keane fullum hálsi

Nemanja Matic í leik með Roma.
Nemanja Matic í leik með Roma. AFP/Andreas Solaro

Roy Keane, fyrrverandi knattspyrnumaður Manchester United, var duglegur að gagnrýna serbneska miðjumanninn Nemanja Matic er sá serbneski lék með enska félaginu.

Matic yfirgaf United í sumar og gekk í raðir Roma á Ítalíu, þar sem hann spilar fyrir fyrrverandi lærisvein sinn José Mourinho. Eftir félagaskiptin nýtti Keane tækifærið og gagnrýndi Matic enn frekar, en sá serbneski svaraði fyrir sig í viðtali við The Times.

„Keane þarf að skilja það að fótboltinn er breyttur,“ sagði Matic við miðilinn, en Keane gagnrýndi Matic fyrir að segja að Chelsea ætti stað í hjarta sínu, eins og Manchester United.

„Ég spilaði fyrir Chelsea og ég get ekki sagt að ég hati félagið,“ sagði hann og skaut á leikstíl Keanes, en írski miðjumaðurinn kallaði ekki allt ömmu sína á fótboltavellinum.

„Um 70 prósent af því sem hann gerði á vellinum er rautt spjald í dag. Það er ekki hægt að kýla einhvern þegar það eru myndavélar út um allt,“ bætti Serbinn við.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert