Fer frá Börsungum til Beckhams

Sergio Busquets hefur leikið allan feril sinn hjá Barcelona.
Sergio Busquets hefur leikið allan feril sinn hjá Barcelona. AFP/Christof Stache

Sergio Busquets, fyrirliði Barcelona, mun ekki skrifa undir nýjan samning við uppeldisfélagið og hyggst samþykkja tilboð bandaríska félagsins Inter Miami þar sem fyrrverandi knattspyrnumaðurinn David Beckham er einn eigenda.

Spænski miðillinn Sport greinir frá því að hinn 34 ára gamli Busquets muni kveðja Barcelona að loknu yfirstandandi tímabili þegar samningur hans rennur út og að hann muni í framhaldinu samþykkja tilboð frá Inter Miami.

Samkvæmt Forbes mun Inter ekki láta staðar numið þar og freista þess að fá nokkra af fyrrverandi og núverandi samherjum Busquets til liðs við sig.

Orðrómur sé uppi um að á meðal nafna á blaði hjá félaginu séu þeir Lionel Messi og Luis Suárez ásamt Gerard Piqué og Jordi Alba.

mbl.is