Magnað mark Slóvenans unga (myndskeið)

Benjamin Sesko fagnar marki með Slóveníu.
Benjamin Sesko fagnar marki með Slóveníu. AFP/Jure Makovec

Slóvenski knattspyrnumaðurinn Benjamin Sesko, sóknarmaður Red Bull Salzburg í Austurríki, skoraði stórglæsilegt mark fyrir Slóveníu í gærkvöldi þegar liðið gerði 1:1-jafntefli við Svíþjóð í B-deild Þjóðadeildar UEFA.

Sesko, sem er aðeins 19 ára gamall, tók þá magnað viðstöðulaust skot á lofti með vinstri fæti úr þröngu færi í vítateignum, sem söng í fjærhorninu.

Hann var eftirsóttur í sumar þar sem Manchester United bauð til að mynda í hann en Sesko hefur þegar samið við venslafélag Salzburg, RB Leipzig, og heldur til Þýskalands næsta sumar.

Markinu hefur verið líkt við eitt af fallegustu mörkum knattspyrnusögunnar, sem Marco van Basten skoraði fyrir Holland í úrslitum EM 1988, og ekki að ósekju.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert