Hrósar yngsta Guðjohnsen-bróðurnum í hástert

Daníel Tristan Guðjohnsen er að heilla hjá Malmö.
Daníel Tristan Guðjohnsen er að heilla hjá Malmö. Ljósmynd/Malmö

Daníel Tristan Guðjohnsen, 16 ára knattspyrnumaður, samdi við sænska félagið Malmö í sumar, eftir að hafa verið í U16 ára liði Real Madrid á Spáni. Daníel leikur með U19 ára liði Malmö og æfir með A-liðinu sömuleiðis.

„Ég heyrði af áhuga Malmö þegar ég var í Madrid og áhuginn virkaði einstakur. Ég held þetta hafi verið rétt skref á mínum ferli. Ég fylgdi innsæinu,“ sagði Daníel í samtali við Fotbollskanalen í Svíþjóð.

„Fólk sem þekkir mig ekki og stuðningsmenn setja mikla pressu á mig og bræður mína út af Guðjohnsen-nafninu en ég ætla að njóta þess að spila og ekki láta pressuna hafa áhrif á mig,“ bætti hann við.

Max Westerberg, þjálfari Daníels hjá U19 ára liði Malmö er hrifinn af íslenska leikmanninum.

Sveinn Aron og Andri Lucas fagna marki.
Sveinn Aron og Andri Lucas fagna marki. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Honum hefur gengið mjög vel. Hann hefur samt ekki farið fram úr okkar væntingum, þar sem væntingarnar okkar voru gríðarlega háar. Hann hefur staðist þær mjög vel. Það er ekki hægt að kvarta yfir neinu.

Hann leggur sig mikið fram og er 100 prósent í öllu sem hann gerir. Hann er mjög hæfileikaríkur og virðist staðráðinn í að spila fyrir aðalliðið hérna. Hann er mjög þroskaður, miðað við aldur,“ sagði Westerberg. 

Daní­el Trist­an er yngsti son­ur Eiðs Smára Guðjohnsen, eins fremsta knatt­spyrnu­manns í sögu Íslands og nú­ver­andi þjálf­ara FH, og Ragn­hild­ar Sveins­dótt­ur.

Eldri bræður hans tveir, A-landsliðsmenn­irn­ir Sveinn Aron og Andri Lucas, eru einnig at­vinnu­menn í Svíþjóð þar sem sá fyrr­nefndi leik­ur með Elfs­borg og sá síðar­nefndi með Norr­köp­ing.

All­ir bræðurn­ir þrír eru því á mála hjá sænsk­um úr­vals­deild­ar­fé­lög­um um þess­ar mund­ir.

mbl.is