Á skotskónum í Hollandi

Kristian Nökkvi Hlynsson skoraði mark Jong Ajax í kvöld.
Kristian Nökkvi Hlynsson skoraði mark Jong Ajax í kvöld. Ljósmynd/KSÍ

Kristian Nökkvi Hlynsson var á skotskónum fyrir Jong Ajax þegar liðið heimsótti Zwolle í hollensku B-deildinni í knattspyrnu í kvöld.

Haris Medunjanin kom Zwolle yfir á 62. mínútu áður en Kristian Nökkvi jafnaði metin fyrir Jong Ajax á 80. mínútu í 1:1 og urðu það lokatölur leiksins.

Kristian Nökkvi lék allan leikinn með Jong Ajax sem er með 12 stig í ellefta sæti deildarinnar eftir fyrstu níu umferðirnar.

mbl.is