Messi á förum?

Lionel Messi hefur byrjað tímabilið með látum í Frakklandi.
Lionel Messi hefur byrjað tímabilið með látum í Frakklandi. AFP/Olivier Chassignole

Knattspyrnumaðurinn Lionel Messi gæti yfirgefið franska stórliðið París SG næsta sumar þegar samningur hans rennur út.

Það er spænski blaðamaðurinn Miquel Blazquez hjá Beteve sem greinir frá þessu en Messi, sem er 35 ára gamall, gekk til liðs við franska liðið síðasta sumar frá Barcelona.

Sóknarmaðurinn hefur farið mjög vel af stað með Parísarliðinu á tímabilinu og skoraði fjögur mörk og lagt upp önnur sjö í átta leikjum í frönsku 1. deildinni.

Messi var gagnrýndur fyrir frammistöðu sína á síðustu leiktíð þar sem hann skoraði 6 mörk í 26 leikjum í deildinni, ásamt því að leggja upp 14 mörk.

Óvíst er hvað tæki við hjá leikmanninum, fari svo hann yfirgefi frönsku höfuðborgina, en hann hefur verið orðaður við bæði endurkomu til Barcelona og þá hefur hann einnig verið orðaður við Inter Miami í bandarísku MLS-deildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert