Sjö landsliðskonur í Meistaradeild

Glódís Perla Viggósdóttir komst áfram með Bayern í gærkvöld.
Glódís Perla Viggósdóttir komst áfram með Bayern í gærkvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sjö íslenskar landsliðskonur í knattspyrnu geta leikið í riðlakeppni Meistaradeildar kvenna í vetur eftir að Bayern München varð í gærkvöld sextánda og síðasta liðið til að tryggja sér sæti þar.

Þrjár þeirra leika með Bayern, Glódís Perla Viggósdóttir sem lék að vanda í vörn liðsins í 3:1 sigri á Real Sociedad frá Spáni í gærkvöld, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, sem er frá keppni vegna meiðsla í bili, og markvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir sem er að komast af stað eftir að hafa meiðst á æfingu með landsliðinu á EM í sumar.

Umfjöllunina má lesa í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert