Skipta um lit á stuttbuxum vegna tíða

Þrír leikmenn WBA í heimabúningum félagsins, þar sem glittir í …
Þrír leikmenn WBA í heimabúningum félagsins, þar sem glittir í dökkbláar stuttbuxurnar. Ljósmynd/WBA

Enska knattspyrnufélagið West Bromwich Albion hefur í samráði við kvennalið félagsins tekið ákvörðun um að það leiki framvegis í dökkbláum stuttbuxum í stað hvítra.

Treyja WBA er með dökkbláum og hvítum röndum þar sem liðið hefur klæðst hvítum stuttbuxum við.

Ákvörðun félagsins um að skipta yfir í dökkbláar stuttbuxur snýr að tíðum kvenkyns leikmanna.

„Að klæðast hvítu á meðan blæðingum stendur er vandi sem konur í öllum íþróttum standa frammi fyrir og hafa vakið athygli á.

Eftir að hafa ráðfært okkur í einu og öllu við leikmenn kvennaliðsins mun það klæðast dökkbláum stuttbuxum við heimatreyjur sínar það sem eftir er af tímabilinu 2022/2023 og framvegis,“ sagði í tilkynningu frá kvennaliðinu á Twitter-aðgangi þess.

Kvennalið WBA leikur í þriðju efstu deild á Englandi.

mbl.is