Paris SG á sigurbraut - Barcelona í góðum málum

Lionel Messi fagnar marki sínu í kvöld.
Lionel Messi fagnar marki sínu í kvöld. AFP

Barcelona situr á toppnum á Spáni eftir 1:0 útsigur gegn Mallorca í spænsku A-deildinni í fótbolta í kvöld. Robert Lewandowski skoraði eina mark leiksins á 20. mínútu.

Börsungar hafa nú unnið sex af fyrstu sjö leikjum sínum á tímabilinu og eru með 19 stig, einu stigi á undan Real Madrid sem situr í öðru sæti, en síðarnefnda liðið á leik til góða.

Þá voru Lionel Messi og Kylian Mbappe á skotskónum með Paris Saint-Germain er liðið vann 2:1 sigur gegn Nice í efstu deildinni í Frakklandi.

Parísarliðið hefur unnið átta og gert eitt jafntefli í níu leikjum þar sem af er tímabils og situr á toppnum með 25 stig.

Fyrr í dag vann Roma 2:1 útsigur á Inter Mílanó þar sem Chris Smalling tryggði lærisveinum Jose Mourinho sigurinn á 75. mínútu. Roma er í fimmta sæti með 16 stig eftir átta leiki.

Ríkjandi Ítalíumeistarar AC Milan unnu sömuleiðis 3:1 útsigur á Empoli. Staðan var 1:0 fyrir gestina þegar leikurinn var kominn í uppbótartíma.

Nedim Bajrami jafnaði þá fyrir heimamenn á 92. mínútu, en Fodé Ballo-Touré og Rafael Leao skoruðu fyrir AC Milan á 94. og 97. mínútu uppbótartímans. AC Milan er í þriðja sæti með 17 stig eftir átta leiki.

mbl.is