Dagný tryggði vítakeppni og skoraði tvisvar

Dagný Brynjarsdóttir er fyrirliði West Ham.
Dagný Brynjarsdóttir er fyrirliði West Ham. Ljósmynd/@westhamwomen

Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir reyndist hetja West Ham er liðið sótti London City Lionesses heim í enska deildabikarnum í fótbolta í dag.

Í stöðunni 2:1 fyrir heimakonur tókst Dagný að knýja fram vítakeppni er hún skoraði jöfnunarmark West Ham á fjórðu mínútu uppbótartímans, lokatölur í venjulegum leiktíma 2:2.

Vítakeppnin reyndist ansi löng en að lokum urðu gestirnir sigurvegarar, 10:9. Dagný skoraði tvisvar af punktinum og síðara vítið reyndist lokaspyrnan.

Liðin eru í C-riðli í deildabikarnum en auk West Ham vann Birmingham fyrsta leikinn sinn og eru því bæði lið með þrjú stig. London City og Brighton eru án stiga.

mbl.is