Hákon lagði upp sigurmarkið gegn AGF

Hákon Arnar Haraldsson.
Hákon Arnar Haraldsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Landsliðsmaðurinn Hákon Arnar Haraldsson lagði upp sigurmark FC Kaupmannahafnar í 1:0 sigri gegn Mikael Neville Anderson og félögum í AGF í dönsku úrvalsdeild karla í fótbolta í dag.

Hákon, Ísak Bergmann Jóhannesson og Orri Steinn Óskarsson byrjuðu allir á bekknum hjá heimamönnum í Kaupmannahöfn, en Hákon kom inn á á 38. mínútu fyrir Rasmus Falk og lagði upp sigurmarkið fyrir Lukas Lerager þegar níu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Ísak Bergmann kom inn af bekknum undir blálokin en Orri fékk ekki að spreyta sig. Mikael Neville var í byrjunarliði AGF en kom af velli á 80. mínútu.

Þrátt fyrir tapið er AGF fyrir ofan Kaupmannahöfn í töflunni en Mikael Neville og félagar eru með 16 stig eftir 11 leiki en Kaupmannahöfn er sæti neðar með stigi minna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert