Í fyrsta sinn í byrjunarliði í A-deildinni

Mikael Egill í baráttunni í dag.
Mikael Egill í baráttunni í dag. AFP/Vincenzo Pinto

Landsliðsmaðurinn Mikael Egill Ellertsson var í fyrsta skipti í byrjunarliði í ítölsku A-deildinni í fótbolta í dag er Spezia heimsótti Lazio.

Því miður fyrir Mikael og félaga vann Lazio sannfærandi 4:0-sigur. Mikael lék fyrstu 65 mínúturnar fyrir sitt lið.

Mikael, sem er tvítugur, hefur alls leikið sjö leiki með Spezia í ítölsku A-deildinni. Hann lék áður með SPAL í B-deildinni.  

mbl.is