Lék hundraðasta leikinn vestanhafs

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir lék sinn 100. leik í Bandaríkjunum.
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir lék sinn 100. leik í Bandaríkjunum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Landsliðskonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir lék allan leikinn með Orlando Pride er liðið mátti þola 0:3-tap á útivelli gegn Reign í bandarísku atvinnumannadeildinni í fótbolta í nótt.

Leikurinn var sá hundraðasti hjá Gunnhildi í deild og bikar í Bandaríkjunum, en hún lék fyrst með Utah Royals árið 2018. Miðjukonan lék með liðinu þar til á síðasta ári, er hún skipti yfir í Orlando Pride.

Af leikjunum 100 eru 88 í bandarísku atvinnumannadeildinni og 12 í bandaríska bikarnum.

Leikurinn í nótt var sá síðasti á leiktíðinni hjá Orlando. Liðið endar í tíunda sæti deildarinnar með 22 stig í 22 leikjum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert