Chelsea að fá mikinn liðstyrk

Christopher Nkunku hefur leikið vel með Leipzig.
Christopher Nkunku hefur leikið vel með Leipzig. AFP/Thomas Coex

Enska knattspyrnufélagið Chelsea er að ganga frá kaupum á franska framherjanum Christopher Nkunku frá Leipzig í Þýskalandi.

Nkunku er samningsbundinn Leipzig til ársins 2026, en með klásúlu í samningnum sem gerir félögum kleift að greiða Leipzig 60 milljónir evra fyrir þjónustu hans.

Félagaskiptin ganga í gegn næsta sumar og mun Nkunku því klára tímabilið með Leipzig, áður en hann flytur til Lundúna.

Hann hefur verið einn besti framherji þýsku deildarinnar undanfarin ár. Hefur Nkunku gert sex mörk í átta deildarleikjum á leiktíðinni.  

mbl.is