Íslendingaliðið upp um sæti

Hákon Rafn Valdimarsson varði mark Elfsborgar.
Hákon Rafn Valdimarsson varði mark Elfsborgar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslendingaliðið Elfsborg fór upp um eitt sæti í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta með 3:1-útisigri á Gautaborg í kvöld.

Hákon Rafn Valdimarsson stóð allan tímann á milli stanganna hjá Elfsborg, en hann er markvörður U21 árs landsliðsins. Sveinn Aron Guðjohnsen, leikmaður A-landsliðsins, kom inn á í uppbótartíma.

Elfsborg er í sjöunda sæti með 36 stig, jafnmörg stig og Gautaborg, en liðin höfðu sætaskipti með úrslitunum.  

mbl.is