Adan sá rautt í marki Sporting í 4:1 tapi í Marseille

Leikmenn Marseille fagna fjórða marki liðsins, sem Chancel Mbemba skoraði …
Leikmenn Marseille fagna fjórða marki liðsins, sem Chancel Mbemba skoraði í kvöld. AFP/Nicolas Tucat

Marseille sigraði Sporting frá Lissabon 4:1 í þriðju umferð D-riðils Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í dag.

Það voru gestirnir í Sporting sem áttu fyrsta orðið, á Orange Vélodrome, þegar Trincao kom portúgalska liðinu yfir strax á 1. mínútu leiksins. Alexis Sánchez jafnaði metin fyrir Marseille á 13. mínútu og Amine Harit kom þeim frönsku í 2:1 á 16. mínútu. Það var svo Leonardo Balerdi sem tvöfaldaði forystu heimamanna á 28. mínútu, 3:1 en fimm mínútum áður hafði Antonio Adan, markvörður gestanna, fengið að líta beint rautt spjald fyrir að handleika knöttinn utan vítateigs. Hálfleikstölur 3:1 í Marseille. Chancel Mbemba bætti fjórða marki Marseille við á 84. mínútu, 4-1 og þar við sat.

Þetta var fyrsti sigur Frakkana í riðlinum en þeir sitja í fjórða og neðsta sæti hans með þrjú stig. Sporting tapaði aftur sínum fyrstu stigum og sitja á toppi riðilsins með sex stig en það getur auðvitað breyst í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert