Aðstoðarmaður Klopps sybbinn á bekknum

Jürgen Klopp segir sínum mönnum í Liverpool til í gærkvöldi.
Jürgen Klopp segir sínum mönnum í Liverpool til í gærkvöldi. AFP/Nigel Roddis

Peter Krawietz, annar aðstoðarþjálfara Jürgens Klopp hjá Liverpool, var eitthvað lúinn fyrir leik liðsins gegn Rangers í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu karla í gærkvöldi.

Þegar myndavél fylgdi Klopp eftir þar sem hann settist á varamannabekk Liverpool skömmu fyrir leik mátti sjá Krawietz þegar sestan niður.

Ekki var annað að sjá en að hann væri að fá sér kríu, eins konar kraftlúr, áður en leikurinn hófst.

Liverpool vann leikinn 2:0 með mörkum frá Trent Alexander-Arnold og Mohamed Salah.

Skondið myndskeið af sofandi Krawietz má sjá hér.

mbl.is