Alonso ráðinn til Leverkusen

Xabi Alonso gæti verið á leiðinni til Þýskalands.
Xabi Alonso gæti verið á leiðinni til Þýskalands. Ljósmynd/Real Sociedad

Forráðamenn þýska 1. deildarfélagsins Bayer Leverkusen íhuga að reka Gerardo Seoane og ráða Xabi Alonso í hans stað.

ESPN greinir frá. Leverkusen hefur farið illa af stað á leiktíðinni og er liðið í 17. sæti deildarinnar með aðeins fimm stig eftir átta leiki.

Alonso, sem lék á sínum tíma með Real Madrid, Bayern München og Liverpool, hefur verið án starfs síðan hann hætti með varalið Real Sociedad í maí, eftir þrjú góð ár í starfi.

Undir stjórn Seoane hafnaði Leverkusen í þriðja sæti deildarinnar á síðustu leiktíð og tryggði sér sæti í Meistaradeildinni, en gengið hefur verið töluvert verra á yfirstandandi leiktíð.  

Uppfært: Félagið hefur staðfest ráðninguna og Alonso hefur gert tveggja ára samning við Leverkusen. 

mbl.is