Bæjarar slógu met í riðlakeppninni

Sadio Mané og Serge Gnabry fagna einu marka Bayern í …
Sadio Mané og Serge Gnabry fagna einu marka Bayern í gærkvöldi. AFP/Christof Stache

Þýskalandsmeistarar Bayern München slógu fimm ára gamalt met Evrópumeistara Real Madríd í gærkvöld þegar Bæjarar unnu öruggan 5:0-sigur á Tékklandsmeisturum Viktoria Plzen í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu karla.

Bayern hefur nú leikið 31 leik í röð í riðlakeppni Meistaradeildarinnar án þess að tapa. Liðið tapaði síðast leik í riðlakeppninni fyrir fimm árum, árið 2017.

Fyrra metið átti Real, sem lék 30 leiki í röð í riðlakeppninni án taps, og setti það einmitt fyrir fimm árum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert