Alfreð lagði upp og meiddist

Alfreð Finnbogason lagði upp og meiddist svo.
Alfreð Finnbogason lagði upp og meiddist svo. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslendingaliðið Lyngby gerði í kvöld 1:1-jafntefli á heimavelli á móti Viborg í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Alfreð Finnbogason var í byrjunarliði Lyngby og lagði upp jöfnunarmark liðsins á Rezan Corlu á 11. mínútu. Því miður fyrir Lyngby og Alfreð fór hann meiddur af velli á 41. mínútu, en hann fékk högg á viðbeinið/öxlina. 

Sævar Atli Magnússon var allan tímann á bekknum hjá Lyngby, en Freyr Alexandersson þjálfar liðið.

Tímabilið hefur verið erfitt hjá Lyngby, því liðið er í botnsætinu með fimm stig og er eina liðið sem er án sigurs.  

mbl.is