Messi að glíma við meiðsli

Lionel Messi er að glíma við meiðsli.
Lionel Messi er að glíma við meiðsli. AFP/Franck Fife

Knattspyrnusnillingurinn Lionel Messi verður ekki með Frakklandsmeisturum París SG er liðið mætir Reims í frönsku 1. deildinni á morgun vegna meiðsla.

Messi varð fyrir meiðslunum í leik gegn Benfica á miðvikudaginn var og fór af velli skömmu fyrir leikslok vegna þeirra.

Franska félagið hefur staðfest að Messi verði ekki með gegn Reims og þá mun hann gangast undir frekari skoðanir hjá læknum félagsins á sunnudag.

Parísarliðið leikur aftur við Benfica á þriðjudag og vonast félagið til að Messi verði klár í slaginn fyrir Meistaradeildarleikinn.

mbl.is