Fyrrum Liverpool-maðurinn rekinn

Dirk Kuyt fagnar marki fyrir Feyenoord fyrir nokkrum árum.
Dirk Kuyt fagnar marki fyrir Feyenoord fyrir nokkrum árum. AFP

Dirk Kuyt, fyrrverandi knattspyrnumaðurinn sem lék meðal annars með Liverpool, hefur verið látinn taka pokann sinn hjá hollenska liðinu ADO Den Haag eftir tæplega hálft ár í starfi sem knattspyrnustjóri þess.

Kuyt tók við liðinu í júní síðastliðnum og var falið það verkefni að koma því upp í efstu deild í Hollandi að nýju eftir að það mistókst á síðasta tímabili.

Um fyrsta knattspyrnustjórastarf hans var að ræða.

Gengið hefur vegar verið afar slakt undir stjórn Kuyts þar sem ADO Den Haag er sem stendur í 17. sæti af 20 liðum í hollensku B-deildinni með 16 stig eftir 16 leiki.

Tvö efstu liðin fara beint upp í hollensku úrvalsdeildina en liðin í 3. til 8. sæti fara í umspil um annað laust sæti.

ADO Den Haag er víðs fjarri efstu sætunum en átta stigum frá 8. sæti og því enn möguleiki fyrir nýjan knattspyrnustjóra, hver sem það verður, að ná umspilssæti.

mbl.is