Íslenskar landsliðskonur æfðu á Camp Nou

Cecilía Rán Rúnarsdóttir æfði á Camp Nou í gær.
Cecilía Rán Rúnarsdóttir æfði á Camp Nou í gær. mbl.is/Hákon

Íslendingaliðið Bayern München mætir Barcelona í stórleik í Meistaradeild Evrópu í fótbolta á Camp Nou í Barcelona í kvöld.

Glódís Perla Viggósdóttir, Cecilía Rán Rúnarsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir leika allar með Bayern. Glódís og Cecilía æfðu með liðinu á gær á Camp Nou, heimavelli karlaliðs Barcelona. Karólína er hins vegar enn að glíma við meiðsli.

Camp Nou er einn sögufrægasti leikvangur heims, en hann tekur rétt tæplega 100.000 manns í sæti. Þar sem karlaliðið er í fríi vegna HM í Katar, fær kvennaliðið að leika á vellinum. 

Bæði lið eru með sex stig eftir tvo leiki í D-riðili. Guðrún Arnardóttir verður í eldlínunni með Rosengård í sama riðli er liðið mætir Benfica í Portúgal. Cloé Eyja Lacasse er leikmaður Benfica. 

„Þetta var súrrealísk tilfinning. Við erum klárar í kvöldið,“ skrifaði Cecilía á Instagram.

mbl.is