Annað sádi-arabískt félag býður Ronaldo samning

Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo. AFP/Patricia de Melo Moreira

Sádiarabíska knattspyrnufélagið Al-Nassr hefur boðið portúgalska sóknarmanninum Cristiano Ronaldo samning.

Áður hefur verið greint frá áhuga Al-Hilal, sem leikur einnig í úrvalsdeildinni í Sádi-Arabíu, en Ronaldo hafnaði 305 milljóna punda tilboði félagsins í sumar.

Samkvæmt sádi-arabíska dagblaðinu Asharq al-Awsat hefur Al-Nassr hins vegar boðið Ronaldo samning sem hljóðar upp á 225 milljónir evra, en ekki kemur fram hversu langur samningurinn yrði.

Samkvæmt heimildamönnum blaðsins eru viðræður komnar langt á veg en þar segir þó að Ronaldo vilji ekki ræða framtíð sína fyrr en að HM í Katar loknu.

Ronaldo er án félags eftir að samningi hans við Manchester United var rift.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert