Sannfærð eftir einn fund

Hlín Eiríksdóttir með treyju Kristianstad eftir undirskriftina.
Hlín Eiríksdóttir með treyju Kristianstad eftir undirskriftina. Ljósmynd(kdff.nu

„Þau eru búin að fylgjast með mér í Svíþjóð, þar sem ég er búin að vera að spila í sömu deild. Þau höfðu svo samband við mig fyrir nokkrum vikum og sýndu mér áhuga. Eftir það átti ég fund með þjálfaranum og var sannfærð eftir einn fund,“ sagði Hlín Eiríksdóttir, 22 ára landsliðskona í fótbolta, í samtali við Morgunblaðið.

Hlín skipti á dögunum frá Piteå til Kristianstad, en bæði lið spila í sænsku úrvalsdeildinni. Gerði hún tveggja ára samning við Kristianstad.

Elísabet Gunnarsdóttir hefur þjálfað Kristianstad með mjög góðum árangri frá árinu 2009. Hlín er spennt að fá loksins að vinna með Elísabetu, sem hún hefur litið upp til allan ferilinn. Hlín er uppalin hjá Val og var í yngri flokkum félagsins þegar Elísabet þjálfaði meistaraflokkinn.

„Ég var spennt fyrir þessu áður en ég átti fund með henni, en Elísabet er mjög sannfærandi. Ég þekki hana ekki sérstaklega vel, þar sem hún hefur aldrei þjálfað mig, en ég hef fylgst með henni frá því ég var barn og litið upp til hennar og þeirra leikmanna sem hún hefur þjálfað, frá því ég var lítil í Val. Það er draumur að hafa hana sem þjálfara. Hún er þekkt stærð í Svíþjóð og allir sem fylgjast með fótbolta í Svíþjóð bera virðingu fyrir henni,“ sagði Hlín um löndu sína.

Viðtalið í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »