Hópslagsmál í Rússlandi (myndskeið)

Heiftarleg hópslagsmál brutust út milli leikmanna Zenit frá Sankti Pétursborg …
Heiftarleg hópslagsmál brutust út milli leikmanna Zenit frá Sankti Pétursborg og Spartak frá Moskvu í leik liðanna í rússneska bikarnum í gær. Ljósmynd/Skjáskot @sportbible

Allt sauð upp úr eftir venjulegan leiktíma í leik Zenit frá Sankti Pétursborg og Spartak frá Moskvu í rússneska bikarnum í gær. Lætin virðast hafa hafist eftir orðaskipti Kólumbíumannsins, Wilmar Barrios í liði Zenit og Hollendingsins, Quincy Promes í liði Spartak.

Nánast um leið og þeim lenti saman skárust fleiri í leikinn og úr urðu heiftúðleg hópslagsmál áður en vítaspyrnukeppni hófst en staðan var markalaus eftir venjulegan leiktíma.

Þrír leikmenn úr hvoru liði fengu að líta rauða spjaldið í kjölfarið og það er ekki víst að allir hlutaðeigandi hafi gengið heilir af leikvelli.

Zenit hafði betur 4:2 í vítaspyrnukeppninni.

Ótrúlegar svipmyndir frá atvikinu er að finna hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert