Touré semur við Wigan

Kolo Toure verður næsti stjóri Wigan.
Kolo Toure verður næsti stjóri Wigan. Ljósmynd/Leicester City

Kolo Touré, fyrrum leikmaður Arsenal, Manchester City og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni, hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri Wigan Athletic í ensku B-deildinni.

Touré, sem hafði verið í þjálfarateymi Brendan Rodgers hjá Leicester síðan í febrúar 2019, gerir samning til þriggja og hálfs árs við félagið. Hann tekur við af Leam Richardson, sem var látinn taka pokann sinn fyrr í nóvember.

mbl.is