Pelé lagður inn á sjúkrahús

Pelé er að glíma við veikindi.
Pelé er að glíma við veikindi. AFP

Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Pelé hefur verið lagður inn á spítala, en hann er að glíma við krabbamein í ristli. Dóttir hans Kely Nascimento greindi frá því á Instagram að faðir hennar væri ekki í lífshættu.

Hinn 82 ára gamli Pelé var á spítala í 20 daga fyrir tæpu ári síðan og hefur þurft að heimsækja sjúkrahús reglulega undanfarið ár.

Samkvæmt ESPN í Brasilíu glímir Pelé nú einnig við hjartavandamál og óttast læknar að lyfjameðferðin gegn krabbameininu sé ekki að skila tilætluðum árangri.

Pelé er marka­hæsti landsliðsmaður Bras­il­íu frá upp­hafi en hann skoraði 77 mörk í 92 lands­leikj­um. Hann er einn af aðeins fjór­um knatt­spyrnu­mönn­um í sög­unni sem hafa skorað á fjór­um loka­mót­um HM en hann varð heims­meist­ari með Bras­il­íu 1958, 1962 og 1970 og skoraði sautján ára gam­all í úr­slita­leik HM árið 1958.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert