Ronaldo færist nær því að semja í Sádi-Arabíu

Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo. AFP/Patricia de Melo Moreira

Portúgalski sóknarmaðurinn Cristiano Ronaldo er nálægt því að samþykkja tveggja og hálfs árs samning við sádiarabíska knattspyrnufélagið Al-Nassr.

Spænski miðillinn Marca fullyrðir að Ronaldo muni samþykkja tilboð Al-Nassr, þar sem hann fái greiddar 200 milljónir evra í laun á ári.

Verði af því að Ronaldo samþykki tilboðið verður hann langsamlega launahæsti leikmaður heims.

Samkvæmt Marca komst ekkert lið í Evrópu né bandarísku MLS-deildinni nálægt því að bjóða honum viðlíka laun og að einnig hjálpi það til að átta starfsmenn Al-Nassr séu Portúgalar eins og Ronaldo.

mbl.is