Við getum sjálfum okkur um kennt

Kai Havertz og Niclas Füllkrug komu inn á sem varamenn …
Kai Havertz og Niclas Füllkrug komu inn á sem varamenn og skoruðu þrjú af fjórum mörkum Þjóðverja í kvöld. AFP/Kirill Kudryavtsev

Kai Havertz, sem skoraði tvö marka Þjóðverja í kvöld þegar þeir unnu Kostaríka 4:2 í lokaumferð riðlakeppni heimsmeistaramótsins í fótbolta segir að þýska liðið geti sjálfu sér um kennt að vera á leið heim frá Katar.

Þjóðverjar fengu fjögur stig en það var ekki nóg því þeir voru með verri markatölu en Spánverjar sem höfnuðu í öðru sæti riðilsins.

„Við getum sjálfum okkur um kennt. Við fengum nóg af færum til að vinna Japana og Spánverja en við nýttum ekki færin. Við verðskuldum að vera á heimleið," sagði Havertz.

mbl.is