Glódís og stöllur sannfærandi

Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur hjá Bayern eru á fínu …
Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur hjá Bayern eru á fínu flugi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bayern München vann öruggan 4:0-útisigur á Hoffenheim í þýsku 1. deildinni í fótbolta í kvöld. Bayern hefur unnið fjóra deildarleiki í röð og aðeins fengið á sig eitt mark í leikjunum fjórum.

Glódís Perla Viggósdóttir á stóran þátt góðum varnarleik Bayern og hún lék allan leikinn í kvöld, að vanda. Hvorki Karólína Lea Vilhjálmsdóttir né Cecilía Rán Rúnarsdóttir voru með Bayern í kvöld, en þær hafa verið að glíma við meiðsli.

Bayern er í öðru sæti deildarinnar með 22 stig, tveimur stigum á eftir Sveindísi Jane Jónsdóttur og samherjum hennar í Wolfsburg.

mbl.is