Pelé kominn í líknarmeðferð

​Pelé skilur Tarcisio Burgnich eftir í rykinu í úrslitaleik Brasilíu …
​Pelé skilur Tarcisio Burgnich eftir í rykinu í úrslitaleik Brasilíu og Ítalíu á HM 1970. Ljósmynd/AFP

Brasilíska goðsögnin Pelé, sem lagður var inn á spítala á dögunum, er kominn í líknarmeðferð. Fjölmiðlar í Brasilíu greindu frá þessu í dag.

Pelé hefur verið í lyfjameðferð gegn ristilkrabbameini en nú segja fjölmiðlar í Brasílíu að allt hafi farið á versta veg og meðferðin gangi ekki sem skyldi og goðsögnin sé því kominn í líknandi meðferð.

Hinn 82 ára gamli Pelé leitaði sér hjálpar á þriðjudaginn vegna hjartavandamála en greindi frá því á fimmtudag að hann væri á batavegi.

Margir hafa sent Pelé kveðju, meðal annars uppeldisfélag hans í Brasilíu, Santos.

mbl.is