Beint frá HM til Skotlands

Alistair Johnston í baráttunni við Eden Hazard í leik Kanada …
Alistair Johnston í baráttunni við Eden Hazard í leik Kanada og Belgíu. AFP/Jack Guez

Skoska knattspyrnufélagið Celtic hefur keypt Kanadamanninn Alistair Johnston á 3.5 milljónir punda frá CF Montréal í MLS-deildinni. 

Johnston, sem er24 ára gamall hægri bakvörður, skrifar undir fimm ára samning hjá félaginu. Hann lék hverja einustu mínútu fyrir Kanada, sem hefur lokið keppni, á heimsmeistaramótinu í Katar. Johnston lék vel og skoska félagið var ekki lengi að næla sér í hann. 

Celtic er í þægilegri stöðu á toppi skosku úrvalsdeildarinnar með 42 stig, níu meira en erkifjendurnir í Rangers. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert