Ítalskur knattspyrnumaður í sex ára fangelsi fyrir hópnauðgun

Ítalski knattspyrnumaðurinn Manolo Portanova var fyrir rétti í Flórens á Ítalíu dæmdur í sex ára fangelsi vegna þátttöku sinnar í hópnauðgun á konu í maí árið 2021.

Frá þessu er greint á ítalska íþróttamiðlinum La Gazzetta Dello Sport.

Portanova er 22 ára miðjumaður B-deildarliðsins Genoa, sem Albert Guðmundsson leikur með.

Portanova er gert að greiða fórnarlambinu og fjölskyldu hennar tæpar 12 þúsund evra í skaðabætur.

Frændi Portanova, Alessio Langella, og vinur þeirra, Alessandro Cappiello fengu einnig báðir sex ára fangelsisdóm.

Voru þeir fundnir sekir um að nauðga í sameiningu 21 árs gamalli konu í íbúð hennar í Siena þann 30. maí á síðasta ári.

Ónefndur 17 ára strákur var einnig sóttur til saka fyrir sinn þátt í hópnauðguninni en fer fyrir ungmennadómstól í Flórens vegna ungs aldurs.

mbl.is