Sautján ára knattspyrnumaður lést í leik

Erion Kajtazi er látinn eftir hjartaáfall.
Erion Kajtazi er látinn eftir hjartaáfall. Ljósmynd/Knattspyrnusamband Kósóvó

Hinn sautján ára gamli Erion Kajtazi, unglingalandsliðsmaður Kósóvó í fótbolta, hneig niður í leik með Trepca á laugardag og lést. Dánarorsökin er hjartaáfall.

Kajtazi þótti mikið efni og var búinn að leika átta leiki fyrir U17 ára landslið þjóðar sinnar. Þá hafði hann æft með sterkum liðum á borð við Anderlecht í Belgíu.

Knattspyrnusamband Kósóvó tilkynnti tíðindin, þar sem kemur fram að Kajtazi hafi hnigið niður í miðjum leik. Var hann keyrður á nærliggjandi sjúkrahús, þar sem endurlífgunartilraunir báru ekki árangur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert