Tyson Fury sendi Ronaldo aðvörun

Tyson Fury er tvöfaldur heimsmeistari í þungavigt.
Tyson Fury er tvöfaldur heimsmeistari í þungavigt. AFP

Fyrrverandi hnefaleikamaðurinn Tyson Fury sendi knattspyrnumanninum Cristiano Ronaldo aðvörun á dögunum.

Fury, sem er 34 ára gamall, er tvöfaldur heimsmeistari í þungavigt en hann er einna þekktastur fyrir það að leggja úkraínska hnefaleikamanninn Wladimir Klitschhko að velli árið 2015.

Fury er ennþá að keppa í dag á meðan Klitschko lagði hanskana á hilluna árið 2017.

„Þetta snýst ekki alltaf um hæfileika, þetta snýst líka um aldur,“ sagði Fury þegar hann ræddi Ronaldo.

„Ronaldo hefur umvafið sig bestu læknunum og sjúkraþjálfurunum og hann hefur nánast búið í bómul síðan hann byrjaði að skara fram úr.

Ronaldo er hins vegar kominn yfir hæðina enda er hann 37 ára gamall. Aldurinn nær alltaf í skottið á þér, alveg sama hversu vel og mikið þú æfir.

Það erfiðasta við aldurinn er að sætta sig við hann,“ bætti Fury við en Ronaldo missti sæti sitt í byrjunarliði Portúgals á dögunum þrátt fyrir að vera fyrirliði liðsins.

Cristiano Ronaldo byrjaði á bekknum í 6:1-sigrinum gegn Sviss í …
Cristiano Ronaldo byrjaði á bekknum í 6:1-sigrinum gegn Sviss í 16-liða úrslitum HM í Katar á dögunum. AFP/Patricia de Melo
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert