Pelé, eign heimsbyggðar

Pelé hefur verið helsta fréttaefni flestra fjölmiðla frá því hann …
Pelé hefur verið helsta fréttaefni flestra fjölmiðla frá því hann lést á fimmtudaginn. AFP/Franck Fife

Hvar varstu þegar þú fréttir að Kennedy hefði verið skotinn í Dallas? Það muna allir sem voru komnir til vits og ára í nóvember 1963.

Hvar varstu þegar þú fréttir að John Lennon hefði verið skotinn í New York? Það muna allir sem voru komnir til vits og ára í desember 1980.

Hvar varstu þegar þú fréttir af friðsælu andláti Pelé á sjúkrabeði í Sao Paulo að kvöldi 29. desember 2022?

Án þess að fara frekar út í samanburð á Kennedy, Lennon og Pelé, forseta, listamanni og fót­boltamanni, þá var fréttin um að brasilíski knattspyrnusnillingurinn væri allur, um kvöldmatarleytið í fyrrakvöld, sú fyrirferðarmesta í fjölmiðlum um allan heim næstu klukkutímana. Næsta sólarhringinn. Athyglin var meiri en margur þjóðarleiðtoginn hefði fengið. Þetta var forsíðufrétt heimsbyggðarinnar þrátt fyrir að maðurinn væri 82 ára gamall og ljóst hefði verið síðustu dagana hvert stefndi.

Og, já, það má alveg skjóta að þeirri merkilegu tilviljun að bæði Lennon og Pelé fæddust í október árið 1940, með nokkurra daga millibili.

Greinin í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert