Jón Daði fór meiddur af velli í sigri

Jón Daði í leik með Bolton.
Jón Daði í leik með Bolton. Ljósmynd/Bolton

Bolton vann góðan sigur á Portsmouth, 3:0, í C-deild karla í knattspyrnu á Englandi í dag.

Dion Charles kom Bolton yfir snemma leiks en í fyrri hálfleik varð Jón Daði Böðvarsson að fara af velli vegna meiðsla. Ekki er vitað hversu alvarleg meiðslin eru.

Kieran Lee og Eoin Toal bættu við mörkum fyrir Bolton í síðari hálfleik og tryggði liðinu góðan sigur.

Bolton er í fimmta sæti deildarinnar með 44 stig eftir 26 leiki. Efstu tvö lið deildarinnar fara beint upp en næstu fjögur fara í umspil. Bolton er því í umspilssæti sem stendur.

mbl.is