Höfnuðu risatilboði í Íslendinginn

Hákon Arnar Haraldsson hefur vakið verðskuldaða athygli í Danmörku.
Hákon Arnar Haraldsson hefur vakið verðskuldaða athygli í Danmörku. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Forráðamenn danska knattspyrnufélagsins Köbenhavn höfnuðu stóru tilboði í íslenska landsliðsmanninn Hákon Arnar Haraldsson á dögunum.

Það er danski miðillinn Ekstra Bladet sem greinir frá þessu en tilboðið, sem kom frá austurríska meistaraliðinu Red Bull Salzburg, hljóðaði upp á 100 milljónir danskra króna eða 2,1 milljarði íslenskra króna.

Hákon Arnar, sem er einungis 19 ára gamall, gekk til liðs við danska félagið frá uppeldisfélagi sínu ÍA sumarið 2019.

Hann á að baki 40 leiki fyrir Köbenhavn í öllum keppnum þar sem hann hefur skorað sex mörk og lagt upp önnur fimm til viðbótar. Þá á hann að baki 7 A-landsleiki fyrir Ísland.

Hákon Arnar var útnefndur knattspyrnumaður ársins 2022 hjá Knattspyrnusambandi Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert