Mbappé setti fimm - Skoraði þrennu í fyrri hálfleik

Kylian Mbappe.
Kylian Mbappe. AFP/Francois Lo Presti

Kylian Mbappé var í gær fyrstur í sögu franska 1. deildarliðsins París SG til að skora fimm mörk í einum og sama leiknum. Hann skoraði mörkin í þægilegum sigri í frönsku bikarkeppninni á Pays de Cassel, 7:0.

Mbappé skoraði þrennu í fyrri hálfleik, sem Parísarliðið leiddi eftir, 4:0. Hann bætti þá við tveimur mörkum í þeim seinni. Neymar og Carlos soler skoruðu hin mörkin tvö.

Athygli vakti að Mbappé bar fyrirliðabandið í leiknum. Hinn 24 ára gamli Frakki hefur nú skorað 29 mörk í frönsku bikarkeppninni, jafn mörg og goðsögn Marseille og franska landsliðsins, Jean-Pierre Papin.

mbl.is