Dagný skaut West Ham í undanúrslitin

Dagný Brynjarsdóttir skoraði sigurmark leiksins.
Dagný Brynjarsdóttir skoraði sigurmark leiksins. Ljósmynd/@westhamwomen

Dagný Brynjarsdóttir reyndist hetja West Ham þegar liðið vann dramatískan sigur gegn Liverpool í 8-liða úrslitum enska deildabikarsins í knattspyrnu í Liverpool í kvöld.

Leiknum lauk með sigri West Ham, 1:0, en Dagný skoraði sigurmark leiksins á 87. mínútu eftir stoðsendingu frá Viviane Asseyi.

West Ham er því komið áfram í undanúrslit keppninnar líkt og Manchester City og Chelsea en Arsenal og Aston Villa mætast í lokaleik átta liða úrslitanna á morgun.

mbl.is