Dembélé hetja Barcelona

Ousmane Dembélé fagnar marki sínu ásamt liðsfélögum sínum.
Ousmane Dembélé fagnar marki sínu ásamt liðsfélögum sínum. AFP/Josep Lago

Ousmane Dembélé reyndist hetja Barcelona þegar liðið tryggði sér sæti í undanúrslitum bikarkeppninnar í knattspyrnu eftir sigur gegn Real Sociedad í Barcelona í kvöld.

Leiknum lauk með sigri Barcelona, 1:0, en Dembélé skoraði sigurmark leiksins á 52. mínútu eftir undirbúning Jules Kounde.

Í hinum leikjum átta liða úrslitanna mætast svo Valencia og Athletic Bilbao, Osasuna og Sevilla og loks Real Madrid og Atlético Madrid.

mbl.is