Guðný lagði upp sigurmark AC Milan

Guðný Árnadóttir lagði upp sigurmark AC Milan í dag.
Guðný Árnadóttir lagði upp sigurmark AC Milan í dag. Morgunblaðið/Eggert

Nágrannarnir og Íslendingaliðin AC Milan og Inter Mílanó komust í dag í undanúrslitin í bikarkeppni kvenna í fótbolta á Ítalíu og Guðný Árnadóttir kom þar mikið við sögu.

Guðný lagði upp sigurmark AC Milan sem vann Fiorentina, lið Alexöndru Jóhannsdóttur, 1:0 á útivelli. Martina Piemonte skoraði sigurmarkið með skalla eftir hárnákvæma aukaspyrnu Hornfirðingsins.

Þær Guðný og Alexandra léku báðar allan leikinn með liðum sínum.

Inter Mílanó sótti heim Sampdoria og vann þar sigur, 3:2. Anna Björk Kristjánsdóttir var allan tímann á varamannabekk Inter að þessu sinni.

Roma er einnig komið í undanúrslit og Juventus, lið Söru Bjarkar Gunnarsdóttur, sækir heim Chievo Verona í síðasta leik átta liða úrslitanna í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert