Spánn og Ítalía í undanúrslitum

Spánverjar drógust gegn Ítölum.
Spánverjar drógust gegn Ítölum. AFP/Javier Soriano

Spánverjar og Ítalir drógust saman í undanúrslitum Þjóðadeildar Knattspyrnusambands Evrópu í karlaflokki en leikið er til úrslita í keppninni í Hollandi í júní.

Í hinum undanúrslitaleiknum mætast Hollendingar og Króatar en þessar fjórar þjóðir unnu riðlana fjóra í A-deild Þjóðadeildarinnar á síðasta ári.

Leikið er í undanúrslitum 14. og 15. júní, Holland og Króatía mætast fyrri daginn, og síðan er leikið um brons og gull sunnudaginn 18. júní. Leikirnir fara fram í Rotterdam og Enschede.

mbl.is