Fjórir leikmenn Úrúgvæ í bann

Fernando Muslera mótmælir harkalega við Daniel Siebert dómara eftir leik …
Fernando Muslera mótmælir harkalega við Daniel Siebert dómara eftir leik Úrúgvæ og Gana. AFP/Khaled Desouki

Alþjóða knattspyrnusambandið hefur sett fjóra leikmenn Úrúgvæ í bann vegna framkomu þeirra í  garð dómara eftir leik liðsins gegn Gana á heimsmeistaramótinu í Katar í byrjun desember.

Úrúgvæ vann leikinn 2:0 en þurfti eitt mark í viðbót til að komast áfram úr riðlakeppninni og lelikmenn liðsins töldu sig hafa verið svikna um vítaspyrnu í uppbótartíma leiksins.

Fernando Muslera og José Maria Giménez voru báðir úrskurðaðir í fjögurra leikja bann og þeir Diego Godín og Edinson Cavani fengu eins leiks bann hvor.

Þá þarf Úrúgvæ að spila næsta mótsleik sinn á heimavelli án þess að áhorfendur verði fyrir aftan mörkin.

Knattspyrnusamband Úrúgvæ fær fjársektir, sem og leikmennirnir, en þeir þurfa auk bannsins og sektanna að inna af hendi þegnskylduvinnu í þágu fótboltans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert