Messi efstur í kjöri á 100 bestu á árinu

Lionel Messi og Kylian Mbappé eru í tveimur efstu sætunum. …
Lionel Messi og Kylian Mbappé eru í tveimur efstu sætunum. Liðsfélagar hjá PSG en andstæðingar í úrslitaleik HM þar sem Messi hafði betur. AFP/Jewel Samad

Argentínumaðurinn Lionel Messi var besti knattspyrnumaður heims á árinu 2022 samkvæmt árlegri kosningu enska blaðsins The Guardian þar sem stór dómnefnd velur 100 bestu leikmenn ársins.

Tíu bestu knattspyrnumenn ársins samkvæmt The Guardian eru eftirtaldir:

1 Lionel Messi, Argentína og París SG
2 Kylian Mbappé, Frakkland og París SG
3 Karim Benzema, Frakkland og Real Madrid
4 Erling Haaland, Noregur og Manchester City
5 Luka Modric, Króatía og Real Madrid
6 Kevin De Bruyne, Belgía og Manchester City
7 Robert Lewandowski, Pólland og Barcelona
8 Vinícius Júnior, Brasilía og Real Madrid
9 Thibaut Courtois, Belgía og Real Madrid
10 Mohamed Salah, Egyptaland og Liverpool

100 manna listann í heild má sjá hér.

Dómnefndina skipuðu 206 einstaklingar víðs vegar að úr heiminum, flestir þeirra íþróttafréttamenn, en einnig nokkrir fyrrverandi leikmenn og núverandi þjálfarar. Tveir Íslendingar voru í dómnefndinni, Víðir Sigurðsson, fréttastjóri íþrótta á Morgunblaðinu og mbl.is, og Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert