Jón Dagur nældi í stig

Jón Dagur Þorsteinsson í leik með íslenska landsliðinu.
Jón Dagur Þorsteinsson í leik með íslenska landsliðinu. Ljósmynd/KSÍ

Kantmaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson tryggði sínu liði OH Leuven stig gegn St. Truiden í belgísku A-deildinni í fótbolta í dag en leiknum lauk með 1:1 jafntefli.

St. Truiden komst yfir snemma leiks en í byrjun síðari hálfleiks fékk Leuven vítaspyrnu. Jón Dagur steig á punktinn og setti boltann í netið. 

Leuven-liðið er í níunda sæti deildarinnar með 31 stig. 

mbl.is