Dagný á skotskónum er West Ham komst áfram í bikarnum

Dagný Brynjarsdóttir í leik með íslenska landsliðinu.
Dagný Brynjarsdóttir í leik með íslenska landsliðinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Dagný Brynjarsdóttir skoraði fyrra mark West Ham er liðið vann Wolves, 2:0, á útivelli í fjórðu umferð enska bikarsins í knattspynu í dag.

Dagný byrjaði á varamannabekk West Ham í leiknum en kom inná á 65. mínútu. Einungis sex mínútum síðar var hún svo búin að koma West Ham yfir. Liðið tvöfaldaði svo forystuna á 75. mínútu en Katie Johnson leikmaður Wolves varð þá fyrir því óláni að skora sjálfsmark.

West Ham verður því í pottinum þegar dregið verður í fimmtu umferð keppninnar en Wolves er úr leik.

mbl.is