HM-hetjan færir sig um set

Azzedine Ounahi á æfingu með marokkóska landsliðinu í Katar.
Azzedine Ounahi á æfingu með marokkóska landsliðinu í Katar. AFP/Karim Jaafar

Marokkóinn Azzedine Ounahi er genginn til liðs við franska knattspyrnufélagið Marseille frá Angers. 

Ounahi er 22 ára gamall miðjumaður sem gerði garðinn frægan á heimsmeistaramótinu í Katar undir lok síðasta árs. Þar hjálpaði hann Marokkó að verða fyrsta Afríkuþjóð sögunnar til að komast í undanúrslit HM og var lykilmaður. 

Ounahi vakti athygli margra félaga, þar á meðal Barcelona. En nú er ljóst að vonarstjarna Marokkó færi sig yfir til Marseille og hefur skrifað undir samning til ársins 2027 hjá franska stórveldinu. 

Marseille er sem stendur í þriðja sæti frönsku 1. deildarinnar með 43 stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert